Umhverfi

Bjarkarholt 17-19 er á frábærum stað í miðbæ Mosfellsbæjar. Næsta stoppistöð fyrir strætisvagna er aðeins í 120 metra göngufæri.

-

Fallegt útsýni er til fjalla, Esjan til norðurs, Akrafjall og Snæfellsjökull til vesturs, nær eru Úlfarsfell, Lágafell, Reykjafell og Helgafell.

-

Stutt er í íþróttasvæði, líkamsrækt, sundlaugar, útivistarsvæði, golf- og folfvelli. Helsta þjónusta, matvöruverslanir, veitingastaðir og skyndibitastaðir eru í göngufæri. Leikskólar, grunnskólar og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og fleiri leiksvæði eru í nágrenninu.

-

Mosfellsbær tekur þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag í samvinnu við Unicef á Íslandi og hefur það að markmiði að bæta aðstæður barna innan sveitarfélagsins.

umhverfi1_bjarkarholt
umhverfi2_bjarkarholt
DJI_0028 14 nov 2023_1